14.08.2021 19:52

Helga María RE 1 landaði 170 tonnum í vikunni

                                                                                                                       1868 Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Ísfisktogarinn Helga María AK hefur verið að veiðum á Vestfjarðamiðum í allt sumar og hafa aflabrögð verið með ágætum að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra.

Frá því segir á heimasíðu Brims að um mikil viðbrigði frá nokkrum síðustu sumrum sé að ræða þegar skipin þurftu að fara norður fyrir land til að fá afla vegna ördeyðu á Vestfjarðamiðum.

Aflinn í síðustu veiðiferð var um 170 tonn. Uppistaðan var þorskur en einnig veiddist töluvert af karfa. Aðrar tegundir voru ufsi og ýsa.

„Við byrjuðum á grunnslóðinni, Látragrunni og þar um kring, tókum svo karfaskammtinn okkar í Víkurálnum og enduðum svo í þorski á Kögurgrunni,” segir Friðleifur en hann segir ufsann hafa gert vart við sig af og til.

„Við reynum að forðast ýsuna eftir megni og svo er karfi alls staðar. Reyndar hefur karfinn verið að gefa eftir á Halanum en þangað var ekki farandi fyrr í sumar vegna mikillar karfagengdar. Það hefur ekki verið mikið af fiski í kantinum norður af Patreksfirði nú seinni partinn í sumar en það á væntanlega eftir að lagast.”

Nú líður að lokum kvótaársins en Friðleifur býst ekki við miklum áherslubreytingum þótt nýtt kvótaár gangi í garð.

„Markaðurinn ræður veiðum og vinnslu og við náum í þann afla sem vantar hverju sinni,” segir Friðleifur.

14.08.2021 08:28

Aflýsa sjávarútvegssýningunni IceFish

                                 Frá syningunni 2017 Slippurinn og Dng  Morgunblaðið Ómar Óskarsson

Búið er að af­lýsa alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni Icelandic Fis­heries Exhi­biti­on (IceF­ish) sem átti að fara fram 15. til 17. sept­em­ber í Fíf­unni í Kópa­vogi vegna sam­komutak­mark­anna.

Mari­anne Rasmus­sen Coull­ing, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar, seg­ir í til­kynn­ingu að ákvörðunin sé þung­bær og að sýn­ing­unni verði frestað til þess að tryggja ör­yggi allra sem kom að henni.

IceF­ish hef­ur verið hald­in á þriggja ára fresti og býður gest­um tæki­færi til að hitta bæði inn­lenda og alþjóðlega kaup­end­ur og birgja á sviði at­vinnu­veiða. 

 

14.08.2021 00:05

Stakkur SU 200

                             6220 Stakkur SU 200 á Borgarfirði Eystra Mynd þorgeir Baldursson Ágúst 2021

12.08.2021 06:35

Dragnótabátar i Sandgerði

                            Dragnótabátar Nesfisks H/F við Bryggju i Sandgerði  2430 Benni Sæm Gk 26  2454 Siggi Bjarna GK 5  OG 2403 Sigurfari Gk 138  mynd þorgeir Baldursson 6 ágúst 2021 

11.08.2021 21:08

Börkur og Beitir til heimahafnar

  Börkur Nk 122 og Beitir Nk 123 sigla inn til Neskaupstaðar 3 júní 2021 mynd þorgeir Baldursson 

10.08.2021 21:37

Akranes og Drangur á leið til Danmerkur

I siðustu viku hélt tvibytnan Akranes úr höfn á stöðvarfirði með togbátinn Drang ÁR 307 sem að sökk i höfninni á stöðvarfirði 

i október 2020 og mun ferðinni heitið til Fornes i Danmörku þar sem að skipið verður rifið i brotaján að sögn Garðars Valberg skipstjóra 

á Akranesi ve en hann var ekki viss um hvað yrið um það skip mögulega verður það selt áfram 

 

                          1686 Drangur Ár 307 sökk á stöðvarfirði i okt 2020 mynd þorgeir Baldursson 

 

                                     Drangur og Akranes á stöðvarfirði mynd Eddi Gretars 3 ágúst 2021

                                               Drangur við Bryggju á Stöðvarfirði mynd Eddi Gretars

  Garðar Valberg skipst á Akranesi mynd Eddi Gretars

09.08.2021 23:02

Jenný Hu 40

    

                          7377  Jenný Hu 40 mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2021

08.08.2021 23:20

Byggðarsafnið á Garðskaga

 

                                   Garðskagavitar og Byggðasafn mynd þorgeir Baldursson 6 ágúst 2021

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess.

60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar.

Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir.

Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt.

Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Á staðnum er veitingahús með útsýnissvölum þar sem möguleiki er að koma auga á hvali í sínum náttúrulegu umhverfi.

Stóri vitinn, sá stærsti á Íslandi, geymir tvær sýningar sem eru innifaldar í aðgangi að safninu. Norðurljósasýningu og Hvalasýningu. Af topp svölum hans er frábært útsýni.

Gott tjaldstæði er á svæðinu.

Opnunartími: alla daga kl. 12-20.

Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com.

08.08.2021 22:49

Björgvin Ns 1

                                    6588 Björgvin Ns 1 á Borgarfirði Eystri  Mynd þorgeir Baldursson 2 ágúst 2021

07.08.2021 16:26

Sandgerðishöfn i Gærkveldi

                                                                                                    Veðurbliða i Sandgerðishöfn i Gærkveldi 6 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2021 14:21

Garðskagavitar að kveldi 6 ágúst

                            Garðskagi í gærkvöldi 6 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2021 01:25

Grinarvikurhöfn og eldgosið i Geldingadölum i kvöld

                                                                             Grindavikurhöfn i kvöld linubátar Visirs og togbátar Gjögurs við bryggju  og Eldgosið i Geldingadölum mynd þorgeir Baldursson  6 ágúst 2021

06.08.2021 12:37

Hulda Gk 17

                             2999 Hulda Gk 17 á Skagaströnd 5 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

05.08.2021 00:43

MINNA Á MIKILVÆGI SÓTTVARNA

              Frystihús og skip Sildarvinnslunnar i Neskaupstað 3 júni 2021 mynd Þorgeir Baldursson 

Síldarvinnslan hefur sent frá sér áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir.

Síldarvinnslan vill einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn.

Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti, til dæmis:

  • Þvo hendur reglulega með sápu og vatni, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
  • Nota áfram spritt fyrir og eftir snertingu við fleti sem margir koma við (t.d. í verslunum og eins á vinnustaðnum).
  • Nota grímu í verslunum og öðrum stöðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
  • Takmarka áfram náin samskipti við aðra en sína nánustu, t.d. handabönd og faðmlög.
  • Reyna að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
  • Hósta/hnerra í olnbogabót eða þurrku/klút en ekki á hendur (eða út í loftið!).
  • Þrífa og sótthreinsa snertifleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga fleti á borð við hurðarhúna og handrið.
  • Varast samskipti við fólk sem er nýkomið til landsins, sérstaklega ef það kemur frá svæðum þar sem mikið er um smit.
  • Varast samskipti við fólk með einkenni sem minna á flensu.
  • Helstu einkenni eru hósti, hiti, hálssærindi, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, meltingarfæraeinkenni (sérstaklega hjá börnum) og skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni.
  • Halda sig til hlés ef ber á einkennum sem gætu bent til smits og panta tíma í sýnatöku á heilsuvera.is. þótt viðkomandi sé bólusett(ur).

Ef svo ólíklega vill til að einhverjir starfsmenn séu ekki bólusettir vill Síldarvinnslan minna á mikilvægi þess og hvetja viðkomandi til að fara í bólusetningu við fyrsta tækifæri.

04.08.2021 18:38

 

Búlandstindur reisir frauðkassaverksmiðju á Djúpavogi. Elís Grétarsson framkvæmdastjóri segir frauðkassana vistvæna. Gerðar hafi verið tilraunir með ýmis önnur efni en þau henti illa fyrir fisk og séu bæði flóknari og erfiðari í framleiðslu.

„Hún er náttúrlega ekki risin. Það er bara verið að byrja á grunninum núna,“ sagði Elís Grétarsson framkvæmdastjóri Búlandstind á Djúpavogi þegar Fiskifréttir spurðu hann út í plastkassaverksmiðju sem til stendur að taka í gagnið þar.

Hann segir þó stefnt að því að starfsemin hefjist öðru hvoru megin við næstu áramót. Verksmiðjan eigi að geta sinnt allri kassaþörf Búlandstinds, og meiru til ef áhugi annarra vaknar síðar meir.

„Jú, það er hugmyndin með þessu. Við erum að flytja ansi mikið loft hérna á milli staða.“

Suma daga er Búlandstindur að senda frá sér allt að sjö flutningabíla af laxi og taka á móti öðru eins af tómum kössum.

Skapar atvinnu

Hingað til hefur Búlandstindur keypt frauðplastkassa frá Tempru og flutt tóma á milli landshluta. Nú verða þeir framleiddir á staðnum og þar með minnkar kolefnissporið. Aðeins tvö fyrirtæki hér á landi hafa framleitt frauðplastkassa, Tempra og Borgarplast.

Búlandstindur slátrar fiski frá báðum stóru laxeldisfyrirtækjunum á Austfjörðum, Löxum ehf. og Fiskeldi Austfjarða, en bæði félögin eru að meirihluta í eigu norska fyrirtækisins Måsøval.

Elís reiknar með því að nýja kassaverksmiðjan skapi fimm manns á Djúpavogi atvinnu, en alls starfa um 80 manns hjá Búlandstindi og þar er stefnt á að slátra um 20 þúsund tonnum á þessu ári.

Minnka kolefnissporið

„Þetta eru vistvænir frauðkassar,“ segir Elís, spurður út í það hvort plastið sé ekki orðið illa séð nú til dags. „Við erum að framleiða þetta með raforku sem er græn orka, og við erum að minnka kolefnissporið frá því sem er í dag, og svo eru þessir kassar endurvinnanlegir, 100% endurvinnanlegir, hægt að endurvinna aftur úr þeim.“

Þar að auki henti aðrar umbúðir ekki jafn vel undir sjávarafurðir. Engar umbúðir verji hráefnið betur en frauðplastið, en vissulega sé búið að gera ýmsar tilraunir með önnur efni.

„Við prófuðum til að mynda pappakassa og það var í sjálfu sér ekkert út á það að setja, nema hvað framleiðsluferlið er mikið flóknara og erfiðara. Við þurfum mikið á trjám að halda í þeim efnum. Framleiðslan á þeim umbúðum er ekki tilbúin fyrir umheiminn eins og hún er í dag. Við myndum þurfa að hreinsa upp skógana ansi hratt.“

Á hinn bóginn sé þá líka nauðsynlegt að tryggja að umgengnin um frauðplastið sé nógu góð.

„Aðallega þá á hinum endanum, að menn skili þessu til endurvinnslu. En í dag er að minnsta kosti komið skilagjald á þetta.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060524
Samtals gestir: 50934
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:00:58
www.mbl.is